Hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum í gær. Flugmaðurinn slapp ómeiddur.

Slysið varð um klukkan 17:45 í gær en flugvélin snerist í lendingunni og hvolfdi. Flugvélin stöðvaðist á hvolfi en flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, slapp ómeiddur.

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi var flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa gert viðvart og hefur nefndin nú málið á sinni könnu.

Fyrri greinEystri-Rangá fyrst yfir þúsund laxa
Næsta greinFlækti fót í girðingu og slasaðist alvarlega