Hlé gert á leitinni í kvöld

Eftir stöðufund sem haldinn var núna seinnipartinn hjá aðgerðastjórn var tekin sú ákvörðun að halda áfram leit fram á kvöld með þeim hópum sem eru nú á staðnum við Sveinsgil en ekki verður leitað í nótt.

Mannskapurinn er orðinn þreyttur og þarfnast hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan dag.

Óskað hefur verið eftir björgunarsveitarfólki af öllu landinu til áframhaldandi leitar á morgun.