Hleður upp parhúsum í Grindavík

„Það er mikið að gera hjá okkur og við sjáum ekki framúr verkefnum núna,” sagði Heimir Guðmundsson hjá Trésmiðju Heimis í Þorlákshöfn.

Heimir er nú að byggja 8 parhúsaíbúðir í Grindavík sem allar eru seldar. Þá sagðist hann vera að láta breyta raðhúsalóðum þannig að hægt sé að byggja parhús en það sé greinilega það sem selst.

Grunnurinn að þessum verkefnum er nýi Suðurstrandarvegurinn sagði Heimir. Einnig sagðist Heimir vera með góða verkefnastöðu í sumarhúsabyggingum á Suðurlandi en hjá honum starfa 10 smiðir.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu