Hlaut höfuðáverka í slagsmálum

Karlmaður var fluttur með áverka á höfði til skoðunar á slysadeild í Reykjavík eftir slagsmál á 800Bar á Selfossi í nótt.

Ágreiningur á milli tveggja manna endaði með því að annar sparkaði í höfuð hins og þótti ráðlegast að flytja hann með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem hægt væri að skoða hann.

Þá tók lögreglan á Selfossi ökumann á 128 km/klst hraða í Hveradalabrekkunni kl. 5 í morgun. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var með nýlegt ökuskírteini í veskinu.