Hlaut heyrnarskaða eftir að hjólbarði sprakk

Óhapp varð á hjólbarðaverkstæði á Selfossi á föstudag þegar vörubílshjólbarði sprakk þegar verið var að dæla lofti í hann.

Við hvellinn sprungu tvær rúður í húsnæðinu og maður sem stóð um þrjá metra frá er talinn hafa hlotið heyrnaskaða. Það er þó ekki staðfest.

Lögreglan rannsakar málið ásamt Vinnueftirlitinu.

Fyrri greinGekk berserksgang í Ölfusinu
Næsta greinHimneskt hnetusúkkulaði