Hlaut alvarleg höfuðmeiðsl

Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll af þaki sumarhúss við Seljalandssel undir Eyjafjöllum á laugardagskvöldið.

Hann mun hafa slasast alvarlegan á höfði og er síðast fréttist var honum haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi í Reykjavík að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.

Í liðinni viku voru 72 mál bókuð hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Níu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þar af einn á 133 km/klst hraða við Kúðafljót í Skaftárhreppi.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar á Hvolsvelli en hún átti sér stað við skemmtistað í Reykjavík.