Hlaupvatn komið í Gígjukvísl

Staðfest hefur verið með leiðnimælingu við brúna á Gígjukvísl að hlaupvatn er í ánni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Vatnshæð hefur vaxið lítillega undanfarna daga en rennslið er samt sem áður minna en á hlýjum sumardegi.

Jarðskjálftamælir á Grímsfjalli sýnir ekki mikinn óróa en óróinn bendir þó til þess að vatn geti verið að brjóta sér leið undan jöklinum.

Ekki er gert ráð fyrir að hlaupið verið stórt, enda stutt síðan hljóp úr Grímsvötnum og lítið vatn í vötnunum.

Fyrri greinÓvissustig vegna jökulhlaups
Næsta greinFluttur á slysadeild eftir bílveltu