Hlaupið í hámarki

Svo virðist sem hlaupið í Skaftá hafi náð ákveðnu hámarki.

Rennsli við Sveinstind, nálægt upptökum hlaupsins, hefur mælst í kringum 380 rúmmetrar á sekúndu frá því á miðnætti og verið stöðugt.
Óðinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, útilokar þó ekki að það geti bætt í með kvöldinu. Hann segir hlaupið lítið, áin hafi verið vatnslítil þegar hlaupið hófst og nú sé rennsli við Kirkjubæjarklaustur svipað og venjulegt sumarrennsli.

Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun.

Fyrri greinBrotist inn hjá Vegagerðinni
Næsta greinHjólaði í veg fyrir bíl