Hlaupið lætur bíða eftir sér

Hlaup er enn ekki hafið í Eystri-Skaftárkatli og að sögn Óðins Þórarinssonar, vatnamælingamanns hjá Veðurstofu Íslands, hefur vatnsmagn enn ekki aukist á mælum Veðurstofu.

„Við sjáum að leiðni hefur verið að aukast í ánni. Órói hefur mælst á jarðskjálftamælum og gruggið er jafnframt í hármarki. En vatnið lætur hins vegar á sér standa. Við höfðum okkar hugmyndir um að hugsanlega myndi flóðið verða á föstudag en enn sem komið er sjáum við engin merki þess ennþá. Það lætur greinilega aðeins bíða eftir sér,“ segir Ólafur í viðtali á mbl.is.

Hann segir jafnframt að í fyrra hlaupi hafi staðfesting fengist frá flugmanni sem flaug yfir svæðið nokkru áður en aukið vatnsmagn kom fram á mælum. „Það hefur ekki verið ástand til að fljúga yfir og við höfum því ekki fengið staðfestingu enn. Við höfum þessar vísbendingar á mælunum en getum í raun ekkert sagt um hvenær hlaupið verður eða hversu stórt.“