Hlaupið að skila sér í Skaftá

Rennsli í Skaftá hefur aukist á ný. Leiðni hækkar áfram en aur og grugg hefur vaxið á ný. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki séu merki um hlaupóróa en náið er fylgst með svæðinu.

Óðinn Þórarinsson hjá Veðurstofunni sagði að mælingar frá hádegi í dag hafi sýnt mjög brattan vöxt árinnar. Þetta þykir benda til þess að áin sé að bregða út af venjubundinni hegðun.

Flugmaður sem flaug yfir jökulinn sá greinileg merki þess að vatn væri að hlaupa úr vestari Skaftárkatlinum. Þá flaug flugmaðurinn yfir útfallið í 300 metra hæð og fann hann mjög sterka brennisteinslykt.

Flest bendir því til þess að hlaupið sé að skila sér í Skaftá.