Hlaup hafið í Skaftá

Árið 2021 hljóp síðast úr vestari katlinum. Myndin er tekin í Skaftárdal. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Skaftárhlaup er hafið en fyrstu merki um hlaupið sáust á vatnamælistöð við Sveinstind aðfararnótt sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Í gærkvöldi fór vatnshæð í Skaftá við Kirkjubæjarklaustur og Eldvatni einnig að rísa. Vatnshæðin við Sveinstind hefur verið stöðug síðan á miðnætti. Að svo stöddu er rennslið er ekki mikið – örlítið meira en mesta sumarrennsli um 250 m3/sek.

Leiðni hefur jafnframt farið vaxandi og hafa tilkynningar borist um brennisteinslykt af ánni.

Ekki er vitað úr hvorum katlinum hlaupið kemur. Hlaup úr eystri katlinum eru allajafna stærri en úr þeim vestari. Síðast hljóp úr ánni í fyrrahaust en þá var það eystri ketillinn sem hljóp en sá vestari hefur ekki hlaupið síðan haustið 2021.

Fyrri greinGufuhlíð með allt Í góðu lagi
Næsta greinHugans skúmaskot undir stiganum í Þorlákshöfn