Hlaðan opnuð á Selfossi

Á dögunum var opnuð ný verslun, sem ber nafnið Hlaðan, að Austurvegi 54 á Selfossi, í sama húsi og hýsir Smíðanda og ljósmyndastofu Maríu Katrínar.

Það er einmitt María Katrín sem á Hlöðuna og verður þar boðið upp á ýmsar veisluvörur, gjafavörur og matvæli. Hún mun reka verslunina samhliða ljósmyndastofunni.

Verslunin verður fyrst um sinn opin fimmtudaga til laugardaga, en ekki er vitað hvort það verði þannig til frambúðar. Þá mun vefsíðan hladan.is opna fljótlega, en þar er um að ræða vefverslun sem mun selja það sama og verslunin sjálf.

Á föstudaginn veitti Gils Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands, Maríu Katrínu blómvönd í tilefni opnunar verslunarinnar. Er það vaninn með nýjar verslanir á svæðinu.

Fyrri greinBikarvonir Þórsara brostnar
Næsta greinÞarf ekki að fækka í löggunni