Hjörtur ráðinn hafnarstjóri

Hjörtur Bergmann Jónsson, á Læk í Ölfusi, hefur verið ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnarhafnar en hann var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda.

Hjörtur hefur víðtæka stjórnunarreynslu, bæði í rekstri fyrirtækja og sem skipstjóri.

Hann mun sinna daglegum rekstri hafnarinnar auk þess að koma að vinnu við stefnumarkandi verkefni sem hafa það að markmiði að auka umsvif hafnarinnar.