Hjörleifshöfði auglýstur til sölu

Hjörleifshöfði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Hjör­leifs­höfði ásamt stór­um hluta af Mýr­dalss­andi hef­ur verið aug­lýst­ur til sölu. Fjár­fest­ar tengd­ir ferðaþjón­ustu hafa einkum sýnt jörðinni áhuga, að sögn fast­eigna­sala.

Óskað er eft­ir til­boðum en verðhug­mynd­ir selj­enda eru á bil­inu hálf­ur til einn millj­arður króna.

Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu.

Eyðijörðin Hjör­leifs­höfði á Mýr­dalss­andi er kennd við Höfðann sem er gró­in eyja á sand­in­um. Haf­ursey til­heyr­ir einnig jörðinni ásamt sönd­um, fjör­um, upp­græðslu­svæði við hring­veg­inn og námu­svæði. Jörðin í heild er tal­in 11.500 hekt­ar­ar.

Hjör­leifs­höfði er í einka­eigu og ekki þjóðlenda. Eig­end­urn­ir eru Þórir N. Kjart­ans­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri í Vík, og syst­ur hans Áslaug og Halla. Þau fengu jörðina í arf en forfeður þeirra bjuggu í Hjör­leifs­höfða. Systkin­in buðu rík­inu að kaupa eign­ina en viðræður sem staðið hafa í átta ár hafa ekki borið ár­ang­ur og ákváðu eig­end­urn­ir því að setja jörðina í opið sölu­ferli.

Ólaf­ur Björns­son, hrl. hjá Lög­mönn­um Suður­landi, seg­ir að þeir fjár­fest­ar sem sýnt hafi áhuga á kaup­un­um hugsi til ferðaþjón­ustu, hót­el­bygg­ing­ar og úti­vist­ar.

Frétt Morgunblaðsins