Hjólreiðamaður höfuðkúpubrotnaði

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hjólreiðamaður missti stjórn á hjóli sínu og féll í götuna á Hvolsvelli á mánudaginn í síðustu viku.

Maðurinn var hjálmlaus og er talið að hann hafi nef- og höfuðkúpubrotnað. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að þrettán önnur umferðarslys hafi verið tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.

Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar bíll valt útaf Meðallandsvegi í gær og fór heila veltu.

Í tveimur tilvikum rákust hliðarspeglar ökutækja saman við mætingu en í hvorugu tilvikinu urðu slys á fólki.

Í dagbókinni kemur einnig fram að 57 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í vikunni og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri greinEldur slökktur með kókflösku
Næsta greinHaukur Þrastar skrifar undir