Hjólhýsi fauk útaf undir Ingólfsfjalli

Engan sakaði þegar hjólhýsi fauk aftan úr bíl og splundraðist utan vegar á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli síðdegis í dag.

Björgunarfélag Árborgar var kallað á vettvang til að fergja brakið en gríðarlega hvasst er undir fjallinu og hafa mælst vindhviður þar yfir 30 m/s síðdegis í dag.

Bifreiðin sem dró hjólhýsið hélst á veginum en dekk á henni affelgaðist auk þess sem dráttarbeisli slitnaði aftan úr bílnum.

Fyrri greinVika símenntunar í iðnaði á Suðurlandi
Næsta greinNýja gatan heitir Sólbakki