Hjóladagur

Þeir eru fjölbreyttari skóladagarnir hjá krökkunum þessa dagana. Að loknum vetri er oft gott að geta skellt sér út í vorblíðuna og hreyfa sig. Þá er líka nauðsynlegt að hafa hjólabúnaðinn í lagi.

Þessir krakkar í fjórða bekk í Vallaskóla fengu góða tilsögn kennara síns, Gylfa Sigurjónssonar um hjólaþraut sem hann var búinn að setja upp fyrir þau í síðustu viku.

Á meðan gættu fulltrúar lögreglunnar að hjólunum og hvort allt væri ekki í topplagi, sem reyndist raunin hjá þeim flestum, enda mikilvægt í aukinni umferð þessi dægrin.