Hjólaði í veg fyrir bíl

Unglingspiltur slasaðist er hann hjólaði í veg fyrir bifreið á Suðurlandsvegi norðan við Ölfusárbrú í síðustu viku.

Pilturinn slasaðist lítils háttar og fór á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. Hann var ekki með hjálm.

Ökumaður bifreiðarinnar var á leið norður yfir brúna. Þegar hann var komin yfir hana sá hann piltinn á reiðhjólinu fyrir framan sig og tókst ekki að koma í veg fyrir áreksturinn.