Hjartaheill gaf þolprófsbúnað

Hjartaheill á Suðurlandi færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands peningagjöf á dögunum að upphæð 1 milljón króna til kaupa á þolprófsbúnaði.

Hjartaheill á Suðurlandi hefur í gegnum árin stutt við stofnunina og haft að leiðarljósi að efla gæði þjónustunnar við sjúklinga.

Hjartaheill á Suðurlandi er deild innan Landssamtaka hjartasjúklinga sem voru stofnuð 2004. Markmið Hjartaheilla eru m.a. að bæta aðstöðu og tækjakost á sjúkrastofnunum til rannsókna og lækninga á hjartasjúkdómum og skapa aðstöðu til endurhæfingar.

Fyrri greinTveir stórir styrkir á Suðurland
Næsta greinNýtt póstnúmer í Ölfusinu