Hjalti Þór skipaður stjórnarformaður

Umhverfisráðherra hefur skipað Hjalta Þór Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hornafirði, í stöðu stjórnarformanns Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hjalti Þór er vel kunnugur Vatnajökulsþjóðgarði, en hann sat í svæðisráði suðursvæðis frá stofnun þjóðgarðsins þar til í febrúar á þessu ári. Á sama tíma sat hann í stjórn þjóðgarðsins sem fulltrúi suðursvæðis.

Hjalti Þór tekur við stöðu stjórnarformanns af Kristveigu Sigurðardóttur sem lét af störfum í síðasta mánuði að eigin ósk. Um leið og Hjalti Þór er boðinn velkominn eru Kristveigu þökkuð vel unnin störf í þágu þjóðgarðsins.

Fyrri greinSindri æfir með Esbjerg
Næsta greinVerklok í „Hagkvæma húsinu“