Hjálpuðu jólasveinunum með pakkana

Hjálparsveit skáta í Hveragerði fékk skemmtilegt útkall í morgun.

Hjálparsveitarmenn aðstoðuðu jólasveinana við að dreifa pökkum í til barna í Hveragerði sem glöddust auðvitað mjög við komu þeirra.

Ekki þurfti minna en tvo björgunarsveitarbíla til aðstoðar jólasveinunum.