Hjálparsveitin bjargaði jólasveinunum

Í dag tóku félagar úr Hjálparsveita skáta í Hveragerði þátt í að aðstoða jólasveinanna við að dreifa pökkum um Hveragerði.

Mikil hálka er í bænum og var því óskað eftir aðstoð frá Hjálparsveita skáta í Hveragerði við að aka þessum körlum milli húsa í Hveragerði og dreifa pökkunum og gleðja börn sem biðu eftir pökkunum sínum.

Karlarnir vöktu eins og venjulega mikla gleði hjá ungum sem öldnum og voru þeir þakklátir fyrir þá aðstoð sem þeir fengu við jólagjafa dreifingu í dag.

Félagar í Hjálparsveit skáta í Hveragerði vilja nota þetta tækifæri og senda öllum landsmönnum ósk um gleðileg jól.

Fyrri greinJakob Franz og Emma Líf fengu góðar gjafir
Næsta greinGleðileg jól!