Hjálparsveitin aðstoðaði jólasveinana

Í nótt aðstoðaði Hjálparsveit skáta Hveragerði nokkra bíla á Hellisheiði sem lentu þar í vandræðum upp úr kl. 5 í morgun en slæmt veður var á heiðinni.

Þegar félagar sveitarinar höfðu lokið við að aðstoða bíla á Hellisheiði í morgun kom símtal frá jólasveinunum um að aðstoða þá við að dreifa jólapökkum í Hveragerði þar sem þar var þungfært í morgun.

Félagar í Hjálparsveita skáta fór því á tveimur sérútbúnum björgunarsveitarbílum til að aðstoða þá og því komast allar gjafir til skila.