Hjálparsveitin aðstoðaði jólasveinana

Verkefni björgunarsveita eru mörg á hverju ári en í morgun kom frekar sérstök aðstoðarbeiðni en hún var frá jólasveinunum sem voru að dreifa pökkum í Hveragerði. Þeir voru í vandræðum vegna hálku að klára að dreifa pökkum til barna í Hveragerði.

Ekki stóð á viðbrögðum björgunarsveitamanna í Hjálparsveit skáta í Hveragerði sem sendi tvö björgunarsveitabíla í verkefni sem og björgunarsveitar menn til að aka þeim á milli staða.

Um hádegið hafði tekist að fara með alla pakka á sinn stað og ekki er annað vitað en allir pakkar hafi skilað sér.

Fyrri grein„Of margar einingar tapast“
Næsta grein100 þúsund fuglum fargað vegna salmonellu