Hjálmurinn bjargaði stórslysi

Sjö ára drengur slapp ótrúlega vel eftir að hafa hjólað á reiðhjóli sínu á bifreið á ferð í Hveragerði í hádeginu í dag.

Drengurinn var með hjálm á höfðinu, sem brotnaði við höggið, og segir lögreglan að hjálmurinn hafi bjargað lífi drengsins eða í það minnsta komið í veg fyrir stórslys.

Drengurinn er með mar og skrámur en að öðru leyti slapp hann vel. Hann var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar.

Fyrri greinBílvelta og aftanákeyrsla á Hellisheiði
Næsta greinOlson ráðinn til FSu