Hjálmurinn bjargaði höfðinu

Þrjú ferðamannaslys áttu sér stað í Árnessýslu í síðustu viku.

Ung bresk stúlka féll af hestbaki í Ölfusi. Hestur sem hún var á missteig sig og kastaðist stúlkan af baki og lenti með höfuðið í jörðinni. Hún var með hjálm og ekki vafi á að það hafi komið í veg fyrir alvarlega áverka. Stúlkan hlaut minni háttar áverka.

Önnur stúlka úr sama hópi slasaðist á ökkla við Geysi og var flutt til læknis.

Japönsk kona hrasaði við Gullfoss og handleggsbrotnaði. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysastofu.