Hjallastefnan fauk og Geiri týndi hattinum

Eyrbekkingar eru nokkuð sammála um að óveðrið sem lék um Eyrarbakka í gær hafi verið mun verra en ofsaveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku.

Merki þessa er meðal annars að Hjallastefnan við Félagsheimilið Stað fauk um koll að hálfu en hún hafði nokkuð verið styrkt frá því sem áður var.

Þá tapaði Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari, hatti sínum er hann kom út úr Ásheimum og virtist hatturinn taka flugið til hafs.

Hið ótrúlega gerðist svo í dag að hatturinn fannst við leit hjá Beitingaskúrnum við sjóvarnargarðinn og hafði skorðast á einhvern hátt við glóðarhausinn sem þar stendur.

Frá þessu er greint á heimasíðunni Menningar-Staður.

Fyrri greinÞrír þátttakendur verðlaunaðir
Næsta greinA-landsliðsþjálfari hjá Dímoni og Heklu