Hjáleið opin við Seljaland

Suðurlandsvegi var lokað síðdegis eftir vatnavexti og skemmdir á brúnni yfir Seljalandsá. Hjáleið hefur verið opnuð eftir varnargarði.

Vegurinn lokaðist um kl. 16 en 40 mínútum síðar var búið að opna hjáleið eftir varnargarði sem er fær öllum ökutækjum.

Ökumenn eru þó beðnir um að sýna aðgát því að nokkuð vatn er á hjáleiðinni og gætu allra minnstu bílar lent í vandræðum.

Lögregla og Vegagerð er á vettvangi og er vonast til að hjáleiðin verði nothæf áfram.

Fyrri greinVarnargarðar brustu
Næsta grein50% söluaukning í Vínbúðinni