Hinn látni var tékkneskur ferðamaður

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maðurinn sem fannst látinn við Sprengisandsleið síðastliðinn föstudag var 44 ára gamall Tékki.

Hann var einn á ferð á reiðhjóli sínu og var aðstandendum hans tilkynnt um málið með aðstoð ræðismanns Tékklands sama dag.

Krufning er áætluð á morgun en eins og fram hefur komið eru ekki vísendingar um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Maðurinn hafði farið á hjóli sínu víða um Vestur- og Norðurland ásamt þekktum hálendisleiðum og var á leið úr Öskju um Sprengisand í Landmannalaugar.

Fyrri greinKynningarkvöld fyrir nýja félaga
Næsta grein730 mál í dagbók vikunnar