Hinn látni fékk hjartaáfall

Maðurinn sem lést við yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum síðastliðinn föstudaginn var bandarískur ríkisborgari fæddur 1951.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að bráðabirgðaniðurstaða af krufningu á líki mannsins er að hann hafi látist af hjartaáfalli. Engin merki eru um drukknun.