Hestur sparkaði í kviðinn á barni

Á sumardaginn fyrsta varð slys í hesthúsahverfi Miðkrika á Hvolsvelli þar sem hestur sparkaði í kvið 5 ára barns sem kastaðist við það einn til tvo metra.

Barnið var með skerta meðvitund eftir sparkið og óttast var að það hefði hlotið innvortis áverka.

Sjúkraflutningamenn fluttu barnið á Slysadeild Landspítala þar sem barnið var lagt inn.

Við frekari rannsókn kom í ljós minni háttar meiðsli og barnið útskrifað af spítalanum daginn eftir.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur einnig fram að ferðamaður handleggsbrotnaði í síðustu viku þegar hann féll við Gestastofuna á Hakinu á Þingvöllum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala.

Fyrri greinStórfelld skemmdarverk unnin í Gagnheiðinni
Næsta greinÁlft kveikti sinueld