Hestur sló fjallmann

Maður slasaðist í Þjórsárdal um kl. 18:30 í kvöld þegar hestur sló hann í höfuðið.

Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Maðurinn var í hópi fjallmanna á leið á afrétt og höfðu þeir áð þegar slysið varð. Maðurinn fékk slæman skurð á höfuð.