Hestur aflífaður eftir slys

Hestakerra losnaði frá bíl á Suðurlandsvegi við Ingólfshvoll í nótt með þeim afleiðingum að tveir hestar sem í kerrunni voru meiddust. Aflífa þurfti annan hestinn á staðnum.

Kerran endastakkst útfyrir veg og þegar annar hesturinn náðist úr flakinu trylltist hann og tók á sprett en náðist nokkru síðar. Dýralæknir skoðaði hinn hestinn og úrskurðaði hann það mikið slasaðan að hesturinn var aflífaður á staðnum.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.