Hestamenn verjast spellvirkjum

Hestamenn á Gaddstaðaflötum íhuga alvarlega að loka svæðinu fyrir almennri bílaumferð vegna ítrekaðrar umferðar bíræfinna skemmdarvarga.

Spellvirkjarnir hafa spólað í brekkum, brotið rúður í félagsheimilinu og skemmt stóla.

„Virðingarleysið er algjört. Þeir hringspóla í brekkum sem við höfum lagt vinnu og metnað í að græða upp og líta á afleggjarann sem spyrnubraut,“ segir Ómar Diðriksson, formaður hestmannafélagsins Geysis. Hann segir í skoðun að setja keðjur fyrir veginn að svæðinu.

Hestamönnunum hefur ekki tekist að hafa hendur í hári skemmdarvarganna en hafa ákveðna heimamenn grunaða.