Hestamaður höfuðkúpubrotnaði

Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi um miðnætti síðastliðins föstudag.

Atvikið átti sér stað við Langholtsveg en félagi mannsins kom að honum meðvitundarlausum.

Ekki liggur fyrir hvað gerðist en málið er í rannsókn.

Um helgina var nokkur erill hjá Selfosslögreglu vegna slysa og óhappa. Annað hestaslys varð á föstudag er stúlka féll af hesti skammt frá Flúðum. Hún hlaut minni háttar meiðsl.