Hestakona slasaðist við Þríhyrning

Um hálffjögur í gær voru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Dagrenning Hvolsvelli kallaðar út vegna slyss við Þríhyrning.

Um var að ræða hestakonu sem hafði fallið af baki og slasað sig.

Björgunarmenn voru skjótir á staðinn og fluttu konuna í björgunarsveitar-bifreið sem flutti hana á Hellu þaðan sem hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Fyrri greinMetþátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ
Næsta greinSelfoss vann stigakeppnina örugglega