Hestakona meiddist

Sænsk kona slasaðist er hún datt af hestbaki í Grænadal fyrir ofan Hveragerði í dag.

Lögregla og sjúkralið fór á vettvang og var konan flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki talið að meiðsli hennar séu alvarleg.

Fyrri grein„Hef verið heppnari í golfi“
Næsta greinHelmingur sýnanna menguð