Hestakerra valt út fyrir veg

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku, öll án teljandi meiðsla.

Hestakerra losnaði aftan úr bifreið á Suðurlandsvegi vestan Þjórsár síðastliðinn föstudag. Kerran rann út fyrir veg og valt. Í kerrunni var fjögurra vetra hestur og virtist hann lítið meiddur eftir veltuna. Svo virðist sem dráttarbeisli bifreiðarinnar hafi brotnað með þessum afleiðingum.

Þá eyðilagðist bíll í bílveltu á Landvegi síðastliðinn sunnudag. Ökumaðurinn var einn á ferð og fékk hann aðhlynningu á staðnum í sjúkrabíl en fór síðan með aðstandendum af vettvangi í framhaldi af því.