Hestaferð um uppsveitirnar á heimsmælikvarða

„Gullni hringurinn“, átta daga hestaferð Íshesta þar sem riðið er um uppsveitir Suðurlands, Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp, yfir í Tungurnar, um Brúarhlöð og að Gullfossi og Geysi, lenti á dögunum í sæti númer fjögur á lista ferðavefjar CNN, CNN Go, yfir 15 bestu hestaferðir í heimi.

Segir í umsögn um Gullna hringinn, Golden Circle, að í ferðinni sé hægt að njóta hestamennskunnar á sama tíma og helstu ferðamannastaðir landsins séu heimsóttir, auk þess sem kvöldunum sé eytt í heitum laugum undir stjörnubjörtum himni.

Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag

Fyrri greinLýst eftir 16 ára pilti
Næsta greinStal klósettpappír úr flaki flutningavagns