Hermundur og Tinna sjá um Bryggjuhátíð

Bryggjuhátíð Stokkseyrar verður haldin helgina 18. til 20. júlí næstkomandi. Um tíma leit út fyrir að engin hátíð yrði þetta árið en nú hafa Tinna Jónsdóttir og Hermundur Guðsteinsson tekið að sér að halda hátíðina.

Hugmyndin er að koma hátíðinni í sitt fyrra form með einhverjum nýjungum.

Bryggjuhátíðin hefur verið vel sótt í gegnum tíðina en hápunktur hennar er bryggjusöngur og varðeldur á Stokkseyrarbryggju.