Herjólfur tekinn í tog

Um síðustu helgi fóru fram æfingar varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með farþegaskipinu Herjólfi milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.

Æfingar sem þessar eru liður í viðbragðsáætlunum og skiptust þær í tvo þætti. Fyrri æfingin haldin um daginn þar sem Herjólfur var tekinn í tog af varðskipinu og fékk áhöfnin þjálfun í verklagi sem því fylgir. Um kvöldið kom svo þyrla LHG á vettvang og seig stýrimaður/sigmaður þyrlunnar um borð í Herjólf og leiðbeindi hann áhöfninni við móttöku á þyrlu og undirbúningi fyrir þyrluhífingu.

Gengu æfingarnar mjög vel en samkvæmt lögum er skylt að halda æfingar sem þessar og er eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar er að hafa eftirlit með þessum málaflokki.

Fyrri greinFjölnota stóll afhentur á Kirkjuhvoli
Næsta greinMenntaskólinn að Laugarvatni 60 ára