Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn er ófært þangað og af þeim sökum siglir Herjólfur til Þorlákshafnar í dag.

Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 15:30 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:15. Þeir farþegar sem áttu bókað far frá Eyjum kl 17:30 hafa verið færðir í ferðina frá Eyjum 15:30 og þeir farþegar sem áttu bókað far frá Landeyjahöfn kl 19:00 hafa verið færðir í ferðina frá Þorlákshöfn kl 19:15.

Allt útlit er fyrir að einnig verði siglt til Þorlákshafnar á morgun föstudag.

Ölduspá gerir ráð fyrir því að hægt verði að sigla til Landeyjahafnar aftur á laugardag og samkvæmt sömu spá ætti það að vera raunin fram í næstu viku eins langt og spáin sýnir nú. Fyrir því er þó engin vissa og mun Eimskip senda út tilkynningu um það þegar nær liður.

Fyrri greinStefnir í uppsagnir hjá sýslumanni
Næsta greinAtli með slitið krossband