Herjólfur siglir í Landeyjahöfn

Herjólfur sigldi inn í Landeyjahöfn í morgun í fyrsta skipti í tæpa fjóra mánuði. Dýpi í Landeyjahöfn er nú með þeim hætti að Herjólfur getur siglt þangað en Eimskip benda á að enn er allra veðra von.

Herjólfur siglir samkvæmt vetraráætlun fjórar ferðir á dag til Landeyjahafnar í dag.

Farþegum er bent á að þar sem enn er töluvert eftir af marsmánuði og allra veðra von er mikilvægt að farþegar fylgist vel með tilkynningum á www.herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og/eða síðu 415 í textavarpi RUV. Ef gera þarf breytingu á áætlun verða tilkynningar birtar strax þar.

Fyrri greinHrunamenn meistarar eftir háspennuleik
Næsta greinGlundroði aftur í úrslit