Herjólfur siglir eftir flóðatöflu

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun fara þrjár ferðir í Landeyjahöfn á morgun og siglir eftir flóðatöflu en ekki samkvæmt fastri áætlun.

Verður fyrsta ferðin farin frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og til baka frá Landeyjahöfn klukkan 8:45. Næsta ferð verður klukkan 17 úr Eyjum og 18:30 til baka og þriðja og síðasta ferðin hefst klukkan 20 í Eyjum og farið verður til baka úr Landeyjahöfn klukkan 21:30.