Herjólfur í Þorlákshöfn út janúar

Eimskip gerir ráð fyrir því að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigli til Þorlákshafnar út janúar.

Fram kemur á vef Herjólfs, að þetta sé vegna dýpis í Landeyjahöfn og viðgerðar á dýpkunarskipinu Skandia auk óhagstæðar ölduspár.

Aðstæður geta þó breyst á þessum tíma og verður þá brugðist við því.