Herjólfur fastur í Þorlákshöfn

Vegna veðurs sigldi Herjólfur í morgun til Þorlákshafnar. Þar er skipið nú statt en kemst ekki aftur til Eyja eins og staðan er núna.

Staðan verður tekin að nýju klukkan 17:00 og eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs, verður af þeim sökum seinni ferðin ekki farin. Eyjafréttir greina frá þessu.

Á hádegi var 5,2 metra ölduhæð við Landeyjahöfn og 6,7 metrar við Surtsey. Meðalvindhraði klukkan 11:00 var 31 metrar á sekúndu en fór upp í 40 metra á sekúndu í mestu hviðunum.

Fyrri greinÓfært vegna vatnavaxta og sandstorms
Næsta greinSéra Sveinn kvaddi Eyrarbakkasöfnuð