Herjólfi siglt til Þorlákshafnar

Ákveðið hefur verið að sigla Herjólfi til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum um óákveðinn tíma.

Landeyjahöfn er ófær en það kom í ljós eftir morgunferð Herjólfs. Herjólfur sigldi samkvæmt áætlun í gær en skipið tók niðri í Landeyjahöfn í fyrradag. Ekki er hægt að dýpka höfnina þar sem aska hefur skemmt skrúfubúnað dýpkunarskipsins Perlu. Ekki er búist við að viðgerð ljúki fyrr en um næstu helgi.

Fyrsta ferð til Þorlákshafnar verður klukkan 15:15 í dag. Samkvæmt nýrri áætlun verður siglt frá Vestmannaeyjum kl. 7:30 og 15:15 en frá Þorlákshöfn kl. 11:15 og 18:45.

Fyrri greinGuðmundur á förum frá Selfossi
Næsta greinDrýlar og dældir í jöklinum