Herdís ráðin framkvæmdastjóri Skálholts

Herdís Friðriksdóttir. Ljósmynd/kirkjan.is

Herdís Friðriksdóttir í Reykholti í Biskupstungum hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar. Starfið var auglýst í september og sóttu alls tuttugu manns um stöðuna.

Herdís er menntaður skógfræðingur og hefur auk þess lokið meistaranámi í verkefnisstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Frá 2017 hefur Herdís rekið eigið fyrirtæki, Understand Iceland, en fyrirtækið sérhæfir sig í fræðsluferðum fyrir háskólanemendur og fróðleiksfúsa Bandaríkjamenn. Þar á undan starfaði Herdís sem verkefnastjóri Sesseljuhúss á Sólheimum, og þar áður sem sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Herdís er fædd í Stykkishólmi árið 1969. Hún er gift Einari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, og eiga þau tvær dætur.

Fyrri greinVegleg verðlaun í Ólympíuhlaupinu til Sunnulækjarskóla
Næsta greinMatarfrumkvöðlar leysa áskoranir á Suðurlandi