Tveir nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði unnu til verðlauna í ensku smásagnasamkeppninni 2023 en verðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gær.
Hera Fönn Lárusdóttir hlaut 1. verðlaun í flokknum 6.-7. bekkur fyrir smásöguna Journey Towards Safety? og Bryndís Klara Árnadóttir hlaut 1. verðlaun í flokknum 8.-10. bekkur fyrir smásöguna The Journey of Finding Me Again.
Frú Eliza Reid afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn en gaman er að geta þess að þær Hera Fönn og Bryndís Klara hafa báðar unnið til verðlauna í keppninni áður.
Félag enskukennara á Íslandi stendur fyrir keppninni árlega í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september. Öllum skólum landsins er boðið að senda smásögur í keppnina sem fer þannig fram að nemendur skrifa enskar smásögur út frá ákveðnu þemu, sem í þetta sinn var journey.