Héraðsskjalasafn Árnesinga skannar myndasafn Ottós

Héraðsnefnd Rangæinga og Héraðsskjalasafn Árnesinga hafa gert samkomulag um að héraðsskjalasafnið skanni myndasafn Ottós Eyfjörð Ólasonar.

Ottó var áhugaljósmyndari og skildi eftir sig mikið safn merkilegra mynda sem teknar voru við ýmis tækifræi í Rangárvallasýslu. Hér er um merkilegar sögulegar heimildir að ræða.

Skannaðar verða um 20.000 myndir og verður verkinu lokið í lok árs 2016. Hluti safnsins er inni á heimasíðu héraðsskjalasafnsins.

Hluti af myndasafninu má nú þegar finna á heimasíðu héraðsskjalasafnsins.

Fyrri grein„Selfoss er frábær viðbót fyrir World Class“
Næsta greinSetti ellefu Íslandsmet á jólamótinu